Auður Helga valin á U16 landsliðsæfingar

Í vikunni var tilkynnt um val leikmannahóps til landsliðsæfinga í knattspyrnu í U16 kvenna. Um er að ræða 28 leikmenn sem koma víða að af landinu, þó stærstur hluti þeirra komi frá stóru félögunum á höfuðborgarsvæðinu.

Knattspyrnufélagið Ægir er afar stolt af því að Þorlákshafnarbúinn, Auður Helga Halldórsdóttir, hefur verið valin í þennan flotta hóp, sem samanstendur af úrvalsleikmönnum fæddum árið 2005 og 2006. Hæfileikar Auðar Helgu í knattspyrnu eru miklir og bera glöggt merki um uppskeru af miklum metnaði, dugnaði og þrautseigju hennar við æfingar undanfarinna ára ásamt dassi af ríkulegum meðfæddum íþróttahæfileikum. 

Innilegar hamingjuóskir Auður Helga og gangi þér vel.