Öruggur sigur Þórs gegn Val

Þórsarar unnu nítján stiga sigur á Valsmönnum í kvöld þar sem góður seinni hálfleikur var lykillinn að öruggum sigri.

Larry Tomas var stigahæstur Þórsara með 22 stig og Adomas Drungilas kom næstur með 18 stig. Styrmir Snær var frábær að vanda í þessum leik með 16 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 7 fráköst.

Callum Lawson setti 9 stig og 9 fráköst. Halldór Garðar setti 8 stig og frændi hans og fyrirliðinn Emil Karel bætti við 6 stigum og tók 10 fráköst. Aðrir skoruðu minna.

Næsti leikur Þórs er í Icelandic Glacial höllinni á sunnudaginn þegar Höttur kemur í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 17:15.