Hvetja þá foreldra sem geta að hafa leikskólabörnin heima

Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi útbreiðslu covid síðustu daga óska Sveitarfélagið Ölfus og Hjallastefnan eftir því að þeir foreldrar leikskólabarna sem eiga nokkurn kost á því að hafa börn sín heima komi ekki með þau í leikskólann Bergheima á meðan hertar samkomutakmarkanir gilda, sem eru til 1. apríl.

Þeir foreldrar sem sjá sér fært að verða við þessari beiðni eru beðnir um að láta leikskólann vita sem allra fyrst. Sveitarfélagið Ölfus mun endurgreiða leikskólagjöld til foreldra vegna þessara daga hafi þeir látið leikskólann vita fyrirfram