Strandhreinsun og plokk næstu daga

Fáir hafa farið varhluta af því að vorið sé nálgast og þá fer vorhreinsun af stað. Götusópurinn sést um götur bæjarins þessa daganna en einnig rusl um víð og dreif eftir veturinn.

Brimbrettafélag Íslands ætlar í þakklætisskyni við Sveitarfélagið að standa að hreinsun við brimbrettastaði Þorlákshafnar á morgun, sumardaginn fyrsta, klukkan 14. Mæting er á útsýnispallinum.

Stóri plokkdagurinn verður síðan haldinn næstkomandi laugardag. Hópurinn „Plokkarar í Ölfusi“ hafa skipulagt plokkhelgi alla næstu helgi. Þar hvetja þau fólk að koma út að plokka. Vegna ástandsins mæla þau með að fjölskyldur haldi sig saman og séu ekki að blandast við aðrar og koma með sína eigin poka.

Gámur verður staðsettur við malarplanið við Brynjólfsbúð og fólk hvatt að flokka það sem í hann fer, til að auðvelda starfsmönnum sveitarfélagsins að tæma hann.

Kort má sjá á Facebook-síðunni „Plokk í Ölfusi“, þar er búið að svæðaskipta þorpinu.