Emil og Ragnar framlengja til tveggja ára

Emil Karel Einarsson og Ragnar Örn Bragason hafa báðir framlengt samningi sínum hjá Þórsurum til tveggja ára.

Þetta eru frábærar fréttir enda um reynslumikla og mjög mikilvæga leikmenn í liði Þórs.

Keppni í Dominos deild karla hefst aftur á fimmtudaginn eftir Covid hlé þegar íslandsmeistarar KR koma í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn klukkan 20:15.