Verðskuldaður sigur Þórsara á Íslandsmeisturunum

Þórsarar unnu frábæran sigur á KR í Icelandic Glacial höllinni í gærkvöldi. Lokatölur voru 84-76 en Þórsarar höfðu yfirhöndina mest allan leikinn.

Sigurinn var sérstaklega sætur í ljósi þess að stóri leikmaður Þórsara, Adomas Drungilas, er að taka út tveggja leikja bann.

Halldór Garðar spilaði mjög vel og var stigahæstur með 21 stig og gaf 7 stoðsendingar. Þá var Ragnar Örn öflugur með 12 stig og spilaði flotta vörn á Ty Sabin í liði KR.

Larry Thomas og Callum Lawson áttu flottan leik með 18 stig hvor. Emil Karel bætti við 9 stigum, Davíð Arnar skoraði 4 stig og Styrmir Snær 2.