Digiqole ad

Davíð Arnar framlengir

 Davíð Arnar framlengir

Davíð Arnar Ágústsson hefur framlengt samningi sínum við Þórsara og mun hann leika áfram með liðinu á næstu leiktíð.

Davíð er lykilleikmaður í liði Þórsara og hefur verið mjög mikilvægur innan- sem utanvallar á yfirstandandi tímabili í Dominos deildinni.

Í kvöld fer fram síðasta umferð deildarkeppninnar og sækja þá Þórsarar Njarðvík heim. Þórsarar eru öruggir í 2. sæti fyrir úrslitakeppni en Njarðvík er að berjast um tilverurétt sinn í deildinni en á sama tíma um mögulegt sæti í úrslitakeppninni, spilist leikir kvöldsins þannig.