Ægir vann Elliða í fyrsta leik

Tímabilið er hafið hjá Ægismönnum í 3. deildinni í fótbolta en á laugardaginn unnu þeir góðan 1-2 sigur á Elliða í fyrsta leik.

Cristofer Moises Rolin kom Ægismönnum yfir á 7. mínútu leiksins. Elliði jafnaði síðan rétt fyrir hálfleik. Lazar Cordasic tryggði Ægismönnum sigurinn með marki beint úr aukaspyrnu á 84. mínútu.

Næsti leikur Ægis er á heimavelli (líklega gamla vellinum) næsta föstudagskvöld kl. 20 þegar sterkt lið Augnabliks frá Kópavogi mætir í heimsókn.