Þór endar deildarkeppnina í 2. sæti

Þórsarar töpuðu fyrir Njarðvíkingum í lokaumferð Domino‘s deildar karla, sem fór fram í kvöld, 88-73. Spennan var mikil enda gátu fjögur lið komist í úrslitakeppnina fyrir leiki kvöldsins.

Þór frá Akureyri sigruðu Hauka í Hafnarfirði í kvöld og enduðu í 7. sæti deildarinnar. Það þýðir að við mætum Akureyringum í fyrstu umferð úrslitakeppnarinnar, en hún hefst næstu helgi.
Nánar um dagsetningar þeirra rimmu síðar.

Leikur kvöldsins í tölum:

Adomas Drungilas 17/9 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 14/4 fráköst/3 varin skot, Davíð Arnar Ágústsson 14/6 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12/4 fráköst, Callum Lawson 5/9 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 3, Tómas Valur Þrastarson 2, Larry Thomas 2/6 fráköst, Ingimundur Orri Jóhannsson 2, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2, Emil Karel Einarsson 4 fráköst.