Íslandsmeistarar í 10. flokki stúlkna

Sameiginlegt lið Þórs, Hamars, Selfoss og Hrunamanna er Íslandsmeistari 10. flokks stúlkna eftir 37-48 sigur á Fjölni í úrslitaleik í Mathús Garðabæjarhöll Stjörnunnar í gær.

Fjölnir hóf leikinn betur en okkar stelpur tóku forystuna í öðrum leikhluta. Frábær leikhluti Fjölnis í þriðja leikhluta gaf þeim forystuna að nýju, en endaspretturinn var Suðurlandsstúlkna, og þar með sigurinn.

Hafnarfréttir óska stúlkunum til hamingju með frábæran árangur!