Digiqole ad

Undanúrslitin hefjast í Icelandic Glacial höllinni í kvöld

 Undanúrslitin hefjast í Icelandic Glacial höllinni í kvöld

Mynd: Skúli Björgvin / karfan.is

Í kvöld klukkan 20:15 hefst rimma Þórs og Stjörnunnar í undanúrslitum Dominos deildar karla í körfubolta.

Leikurinn í kvöld fer fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn en Þórsarar eiga heimaleikjaréttinn þar sem þeir enduðu í öðru sæti og Stjarnan í því þriðja. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.

Miðasalan gengur vel í appinu Stubbur og hvetjum við fólk til að hafa hraðar hendur en 300 miðar eru í boði á leikinn.