Tap í Keflavík en Þór leiðir einvígið 2-1

Þór Þorlákshöfn tapaði í kvöld þriða leik úrslitanna gegn Keflavík. Lokatölur urðu 97-83 og staðan í einvíginu því 2-1.
Keflavíkingar byrjuðu betur og tóku strax yfirhöndina í leiknum. Þórsarar eltu, öfugt við þróun leikjanna á undan. Vinna þarf þrjá leiki til að verða íslandsmeistari.

Stuðningsmenn Þórsara létu sig ekki vanta í Keflavík né í Þorlákshöfn, þar sem risaskjár var búið að koma fyrir í íþróttahúsinu.

Næsti leikur fer fram á föstudaginn í Þorlákshöfn. Fyllum pallanna á föstudaginn og styðjum strákanna okkar. Miðasala er inná appinu Stubbur

Áfram Þórsarar!

Leikurinn í tölum:
Larry Thomas 24 stig og 5 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12 stig, Halldór Garðar Hermannsson 12 stig, Callum Reese Lawson 10 stig og 4 fráköst, Styrmir Snær Þrastarson 9 stig og 5 fráköst, Adomas Drungilas 8 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 5 stig, Tómas Valur Þrastarson 2 stig og Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 1.