Aðeins 120 miðar óseldir: Önnur forsala í dag

Forsalan á fjórða leik Þórs og Keflavíkur, sem fram fer í Þorlákshöfn á morgun, fór af stað með látum í gærkvöldi.

Núna eru aðeins 120 Þórs miðar óseldir og verður því önnur forsala á milli klukkan 18 og 20 í dag í íþróttamiðstöðinni. Einnig er hægt að panta miða í gegnum skilaboð á Þór Þorlákshöfn á Facebook.

Að þessu sinni verður ekki hægt að kaupa miða í gegnum appið Stubb eins og áður þar sem forsalan gengur svo vel.