Frábær dagskrá Hamingjunnar við hafið

Hamingjan við hafið er bæjarhátíð Sveitarfélagsins Ölfuss og verður hún sérstaklega glæsilega í ár, þar sem hún er hluti af afmælisdagskrá í tilefni 70 ára afmælis þéttbýlis í Þorlákshöfn.

Hamingjan við hafið stendur yfir frá þriðjudeginum 3. ágúst og fram á nótt laugardagskvöldið 7. ágúst.

Í Hamingjunni við hafið má finna viðburði fyrir alla fjölskylduna og eru langflestir þeirra öllum að kostnaðarlausu.

Þriðjudagur 3. ágúst
Kl. 14
Opnun á ljósmyndasýningum víða um bæ, nánari upplýsingar á facebook viðburði
Kl. 16 Gróðursetning í Þorláksskógum
Kl. 17 Hamingjurásin fer í loftið í samstarfi við Byko
Kl. 17 Undirbúningur fyrir hverfapartý í bræðslunni
Kl. 20 Hverfin leika sér í Skrúðgarðinum

Miðvikudagur 4. ágúst
Kl. 15
Sundlaugapartý í samstarfi við Geo Salmon
Kl. 17 Undirbúningur fyrir hverfapartý í bræðslunni
Kl. 19.30 Hverfa fótboltamót í samstarfi við knattspyrnufélagið Ægir
Kl. 21 Rónarölt, söguganga um skemmtanalíf Þorlákshafnarbúa í gegnum árin

Fimmtudagur 5. ágúst
Kl. 15
Lautarferð í Skrúðgarði, komið með teppi og nesti
Kl. 17 Undirbúningur fyrir hverfapartý í bræðslunni
Kl. 18 Grill og harmonikkuball á 9unni í samstarfi við Geo Salmon, koma með á grillið og dansskóna
Kl. 15-21 Furðudýr og fylgifiskar, myndlistarsýning á Hafnarbergi 10
Kl. 20 Garðtónleikar Hljómlistafélags Ölfuss* í samstarfi við Þormóð Ramma

Föstudagur 6. ágúst
Kl. 13-16
Opið hús í VISS, fullt af hverfaskrauti til sölu.
Kl. 15 Froðurennibraut, DJ og bubblu boltar í samstarfi við ungmennaráð og Sjóvá
Kl. 19.30 Hverfaskrúðganga sem leiðir alla í Hverfapartýið
Kl. 20 Hverfapartý í Bræðslunni í samstarfi við Smyril Line
Veitingar í boði hverfanna, skemmtiatriði hverfanna og bræðslusöngur með Jarli Sigurgeirs
Kl. 23 Körfupartý Þórs og grillaðir borgarar í Versölum*

Laugardagur 7. ágúst
Kl. 9
Íslenskir fánar dregnir að húnum
Kl. 11 Dorgveiðikeppni
Kl. 12-18 Handverksmarkaður í Versölum
Kl. 12-18 Aura tattoo í Kiwanis húsinu (já alvöru tattoo!) Dólosinn í ýmsum útgáfum, 50% af innkomu fer til góðgerðarsamtaka. Nánar á facebook viðburði.
Kl. 12.30 Barnadagskrá í Skrúðgarði í samstarfi við Geo Salmon
– Leikhópurinn Lotta í boði Kvenfélags Þorlákshafnar (kl. 12.30)
– Sirkús námskeið
– Sirkús sýning
– Blaðrarar
– Andlitsmálning
– Leikvöllur með opinn efnivið
Kl. 15 Mýrarbolti við útsýnispall í samstarfi við Pro Ark, Hnullung og Fjallborg. Skráning og nánari upplýsingar á facebook viðburði
Kl. 15 Barnadagskrá á lóð Grunnskólans í samstarfi við Apótekarann
– Vatnaboltar
– Nerf völlur
– Hoppukastalar
Kl. 18-21 Matarvagnar Reykjavík street food
Kl. 20 Stórtónleikar í Skrúðgarðinum í samstarfi við Ísþór og Laxa
– Ronja Ræningjadóttir í heimsókn frá Matthíasarskógi
– Hljómsveitin Moskvít
– Bassi Maraj
– Albatross ásamt gestum
– Jónas Sig
– Salka Sól
– Ragga Gísla
– Anna Magga, Arna Dögg, Rúnar Gunnars, Emilía Hugrún, Ásgeir bakari
-Fjallabræður og Lúðrasveit Þorlákshafnar
Kl. 23.50 Flugeldasýning í samstarfi við Smyril Line, Kiwanisklúbbinn Ölver og Björgunarsveitina Manngjörgu
Kl. 00.00 Stórdansleikur í Versölum*, Stefanía Svavars, Daníel Haukur og fleiri

Allir viðburðir hér að ofan eru ókeypis fyrir utan þá sem eru stjörnumerktir (*), þar er aðgangseyrir

Alla daga í Hamingjunni við hafið
– Myndlistasýningar víða um bæ, nánari upplýsingar á facebook viðburði
– Hamingjurásin í loftinu, hægt að hlusta á Hafnarfréttum og í útvarpi. Tíðni auglýst í facebook viðburði.
– Sögusýning í römmunum við Selvogsbraut
– Sundlaugin opin og frisbee golf völlurinn
– Black Beach Tours með fjórhjóla og rib ferðir
Veitingastaðir opnir
Cafe Sól, Hendur í höfn, Skálinn, Svarti sauðurinn, Thai Sakhon
Gisting í Þorlákshöfn
Black Beach Guesthouse, Hjá Jonna Guesthouse, tjaldsvæði