Sjö Þorlákshafnarbúar í landsliðshópum Íslands

Þorlákshöfn mun eiga hvorki meira né minna en sjö fulltrúa í yngri landsliðum Íslands í körfubolta í sumar.

Emma Hrönn Hákonardóttir, Gígja Rut Gautadóttir, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir og Ingunn Guðnadóttir voru allar valdar í 16 manna landsliðshóp undir 16 ára stúlkna sem mun keppa á Norðurlandamóti í Finnlandi í sumar.

Tómas Valur Þrastarson var valinn í 16 manna landsliðshóp undir 16 ára drengja sem munu leika á Norðurlandamótinu í Finnlandi.

Ísak Júlíus Perdue var valinn í 16 manna landsliðshóp undir 18 ára drengja sem munu einnig spila á Norðurlandamótinu í Finnlandi.

Þá var Styrmir Snær Þrastarson valinn í 12 manna lokahóp undir 20 ára landsliði Ísland sem mun leika við Svíþjóð, Finnland og Eistland í kringum 19. júlí.