Digiqole ad

Emma, Hildur, Tómas og Styrmir keppa fyrir Íslands hönd í sumar

 Emma, Hildur, Tómas og Styrmir keppa fyrir Íslands hönd í sumar

Þorlákshafnarbúar eiga fjóra flotta fulltrúa sem munu spila með yngri landsliðum Íslands í sumar. Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti endanlega leikmannahópa núna í vikunni.

Emma Hrönn Hákonardóttir og Hildur Gunnsteinsdóttir keppa með U16 ára liði stúlkna á Norðurlandamóti í Finnlandi í sumar. Tómas Valur Þrastarson mun keppa með U16 ára liði drengja á Norðurlandamótinu í Finnlandi og þá mun eldri bróðir hans, Styrmir Snær Þrastarson, keppa með U20 ára liðinu í Eistlandi.

Magnaður árangur og hjá okkar fólki!