Þór semur við danskan landsliðsmann og litháenskan framherja

Þór Þorlákshöfn hefur samið við danska landsliðsmanninn Daniel Mortensen sem spilaði síðasta tímabil með dönsku meisturunum Bakken Bears. Daniel er ætlað að fylla skarð Callum Lawson sem ætlar að reyna fyrir sér á meginlandinu.

Einnig hefur Þór samið við Litháenska leikmanninn Ronaldas Rutkauskas sem kemur til með að þétta raðirnar í kringum körfuna. Ronaldas hefur spilað megnið af ferlinum í NM1 deildinni í Frakklandi og A2 í Grikklandi.