Styrmir fór á kostum þegar Ísland vann Eistland

Styrmir Snær Þrastarson fór á kostum í dag þegar U20 ára lið Íslands lagði heimamenn í Eistlandi í öðrum leik liðsins á Norðurlandamótinu í Tallinn.

Okkar maður var lang stigahæstur í íslenska liðinu með 25 stig og 15 fráköst.

Eftir þennan sigur er íslenska liðið með einn sigur og eitt tap en á morgun mæta þeir Svíþjóð klukkan 14.