Glynn Watson Jr. semur við Þórsara

Þórsarar hafa samið við bakvörðinn Glynn Watson Jr. til þess að fylla skarð Larry Thomas í úrvalsdeild karla í körfubolta í vetur.

Glynn spilaði með Þóri Þorbjarnarsyni í Nebraska háskólanum við góðan orðstír en síðustu tvö tímabil hefur hann spilað í efstu deild í Grikklandi.

Þar með hafa Þórsarar samið við þrjá erlenda leikmenn fyrir átök vetrarins en fyrir voru þeir búnir að semja við danska landsliðsmanninn Daniel Mortensen og litháenska leikmanninn Ronaldas Rutkauskas.