Þór, Valur, Breiðablik og KR mætast í Icelandic Glacial mótinu

Hið árlega Icelandic Glacial mót í körfubolta fer fram dagana 20., 23. og 25. september næstkomandi.

Auk heimamanna í Þór þá mæta Valur, Breiðablik og KR til leiks en mótið fer fram í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn.

Dagskrá mótsins má sjá hér að neðan:

Mánudagur 20. september
18:00 Valur – Breiðablik
20:15 Þór Þ – KR

Fimmtudagur 23. september
18:00 KR – Valur
20:15 Breiðablik – Þór Þ

Laugardagur 25. september
14:00 KR – Breiðablik
16:15 Þór Þ – Valur