Sterkur sigur Þórs gegn Stjörnunni

Þórsarar unnu mjög sterkan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í gærkvöldi þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær.

Þórsarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru alltaf skrefinu á undan heimamönnum. Þór gengu til búningsherbergja í hálfleik með 18 stiga forystu eftir frábæran 2. leikhluta.

Leikurinn snérist við í seinni hálfleik og Stjörnumenn náðu jafnt og þétt að saxa niður forskoti Þórsara. Munurinn fór minnst í fjögur stig í stöðunni 72-76 en þá hrukku Þórsarar aftur í gang og kláruðu leikinn. Lokatölur urðu 92-97.

Erlendu leikmenn Þórs áttu frábæran leik í gær. Luciano Massarelli var stigahæstur með 29 stig. Daniel Mortensen skoraði 23 stig og tók 9 fráköst og Ronaldas Rutkauskas átti frábæran leik með tröllatvennu, 17 stig og 15 fráköst. Glynn Watson skoraði 16 stig og Davíð Arnar Ágústsson og Ragnar Örn Bragason skoruðu 6 stig hvor.