Íslandsmeistararnir mæta ÍR og Hamar/Þór mæta Breiðablik

Íslandsmeistarar Þórs mæta ÍR og Hamar/Þór mæta úrvalsdeildarliði Breiðabliks í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum KKÍ í gær.

Leikur Hamars/Þórs fer fram í Smáranum í Kópavogi og leikur Þórsara fer fram í Seljaskóla í Breiðholti.

Leikirnir í 8-liða úrslitum karla og kvenna verða spilaðir dagana 11.-13. desember næstkomandi.