Þórsarar fyrstir til að vinna Keflavík

Íslandsmeistarar Þórs unnu frábæran 80-89 sigur á Keflavík í kvöld og urðu þar með fyrsta liðið til að vinna Kefla­vík í úrvalsdeild karla í körfu­bolta á leiktíðinni.

Þórsar­ar byrjuðu leikinn mun bet­ur og var staðan 29-18 eft­ir fyrsta leik­hlut­ann og staðan í hálfleik 50-41, Þórsurum í vil. Mun­ur­inn var síðan tíu stig fyr­ir fjórða og síðasta leik­hlut­ann, 72-62.

Kefl­vík­ing­ar komu tvíelfdir til leiks í fjórða leikhlutanum og lítið gekk sömuleiðis hjá Þórsurum. Keflavík minnkuðu muninn jafnt og þétt og komust svo yfir þegar þrjár mín­út­ur voru eft­ir í stöðunni 80-79. Íslandsmeistararnir voru þó sterk­ari á lokakafl­an­um og unnu að lok­um níu stiga sig­ur.

Glynn Wat­son var stiga­hæst­ur hjá Þór með 28 stig og Luciano Massar­elli gerði 22 stig. Daniel Mortensen skoraði 15 stig og Ronaldas Rutkauskas skoraði 13. Tómas Valur Þrastarson setti 5 stig, Emil Karel Einarsson og Davíð Arnar Ágústsson settu 3 stig hvor.