Glæsileg tónleikaröð á aðventunni í Þorlákshöfn

Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson telur niður í jólin með tónleikaröð á aðventunni þar sem hann fær til sín góða gesti sem allt er stórkostlegt tónlistarfólk. Það eru þau Bríet, KK, Kristjana Stefáns og Júníus Meyvant.

Tónleikarnir verða haldnir í Þorlákskirkju sem er hlý og notaleg og hæfir tilefninu einkar vel, þar sem stemningin verður heimilisleg, svolítið eins og að fá þetta hæfileikaríka fólk heim í stofu.

Miðaverði er 3500 kr. og er miðasala á tix.is. Tónleikaröðin er styrkt af uppbyggingasjóði SASS

Tónleikar verða sem hér segir:

Bríet
Fös. 26. nóv kl. 20. Sjá viðburð hér.

KK
Sunnud. 5. des. kl. 20. Sjá viðburð hér.

Kristjana Stefáns
Sunnud. 12. des. kl. 16. Sjá viðburð hér.

Júníus Meyvant
Sunnud. 19. des. kl. 16. Sjá viðburð hér.