„Við munum opna stöðina afur á mánudaginn eftir viku“

„Við munum opna stöðina afur á mánudaginn eftir viku (15. nóvember),“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands aðspurð út í opnun heilsugæslunnar í Þorlákshöfn.

Viðgerðir hafa staðið á húsnæði heilsugæslunnar síðan í mars og átti þeim upphaflega að ljúka í lok sumars en síðan átti að opna 1. nóvember, sem gekk ekki eftir.

„Því miður hafa verið tafir á verkinu. Svo virðist sem það hafi verið heldur viðameira en talið var í fyrstu. Í einhverjum tilfellum hefur verið bið eftir iðnaðarmönnum jafnframt því sem vörur hafa skilað sér seint og illa,“ segir Díana.

Íbúum í Þorlákshöfn er bent á að halda áfram að sækja sér þjónustu í Hveragerði út þessa viku með tímapöntunum í síma 432-2400.