Guðsþjónusta verður í Þorlákskirkju sunnudaginn 14. nóvember kl. 11:00 þar sem minnst verður 70 ára þéttbýlismyndunar í Þorlákshöfn.
Einar Sigurðsson, Þorlákshafnarbúi og fyrrum sveitarstjórnarmaður flytur hugvekju. Kór Þorlákskirkju syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur, organista. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar fyrir altari.
Við minnum á sóttvarnarreglur.
Sóknarnefnd og sóknarprestur