Háspennusigur Þórsara gegn Breiðablik

Það var sannkallaður háspennuleikur í Kópavogi í gærkvöldi þegar Íslandsmeistarar Þórs unnu tveggja siga sigur á heimamönnum í Breiðablik í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Þórsarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu 11 stiga forystu eftir fyrsta leikhlutann. Breiðablik koma virkilega einbeittir til leiks í öðrum leikhluta og skoruðu að vild á Þórsarar. Svo fór að Blikar unnu annan leikhluta 39-22 og leiddu 55-49 í hálfleik.

Þriðji leikhlutinn var jafn en Þórsarar náðu þó jafnt og þétt að minnka munninn og jöfnuðu leikinn í stöðunni 64-64, þegar rúmar fimm mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Blikar tóku frumkvæðið í upphafi fjórða leikhluta en Þórsarar gáfust aldrei upp og komust yfir, 94-95, þegar þrjár mínútur voru eftir.

Lokamínútur leiksins voru æsispennandi þar sem Luciano Massarelli steig upp og skoraði fimm síðustu stig Þórs. Breiðablik klikkaði á þriggja stiga skoti í blálokin og því sætur tveggja stiga sigur Þórsara staðreind.

Daniel Mortensen var frábær í liði Þórsara og skoraði 31 stig og tók 12 fráköst. Glynn Watson bætti við 22 stigum og Luciano Massarelli 21. Ronaldas Rutkauskas frákastaði virkilega vel í leiknum og endaði með 15 stig og 18 fráköst. Ragnar Örn Bragason skoraði 6 stig og tók 6 fráköst. Davíð Arnari Ágústsson og Emil Karel Einarsson skoruðu 3 stig hvor.

Þórsarar sitja í 1. sæti deildarinnar ásamt Grindavík en bæði lið eru með 10 stig.