KK og Tómas Jónsson – engin hraðpróf

Hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson telur niður í jólin með tónleikaröð á aðventunni þar sem hann fær til sín góða gesti sem allt er stórkostlegt tónlistarfólk. Tónlistarmaðurinn og þjóðargersemin KK kemur fram ásamt Tómasi sunnudagskvöldið 5. desember kl. 20. 

Kirkjunni verður skipt upp í tvö 50 manna hólf og því eru hraðpróf ónauðsynleg, en aðeins 100 miðar eru í sölu og því betra að tryggja sér miða sem fyrst og er það gert hér. 

Næstu helgar á eftir eru það Kristjana Stefáns og Júníus Meyvant sem láta ljós sitt skína. Miðaverð á hverja tónleika er 3500 kr. 

https://fb.watch/9ErZzwBKJR/