Auður og íslenska stúlknalandsliðið í úrslit

Auður Helga Halldórsdóttir, ásamt íslenska stúlknalandsliðinu í hópfimleikum, komst í gær áfram í úrslit á EM sem fram fer í Portúgal um þessar mundir.

Í gær var keppt í undankeppni og fóru sex lið áfram í úrslit og fór Ísland áfram með þriðja besta árangurinn í undankeppninni.

Ísland fékk 14.800 stig á trampólítni, 14.400 stig á dýnu og 21.075 stig á gólfi sem gerir samtals 50.275 stig en þau lönd sem fóru áfram í úrslit með Íslandi eru Svíþjóð, Bret­land, Finn­land, Tékk­land og Lúx­em­borg komust áfram.