Vilt þú hafa áhrif?

Hefur þú áhuga á að starfa með fjölbreyttum og samheldnum hópi fólks að skemmtilegum og gefandi samfélagsverkefnum. Ef svo er þá er þetta tækifærið fyrir þig.

D-listinn í Ölfusi leitar eftir einstaklingum sem hafa áhuga á sveitastjórnamálum og vilja taka þátt í mótum samfélagsins til framtíðar hvort sem er með þátttöku sinni á lista eða í málefnavinnu.

Ef þú hefur áhuga og ert til í að leggja lóð á vogarskálarnar þá viljum við heyra í þér.

Þeir sem hafa áhuga er bent á að senda tölvupóst á dlistinn2022@gmail.com.

Stjórn Sjálfstæðisfélagsins Ægis