Ungmenni úr Þorlákshöfn fjölmenna á landsliðsæfingar

Nú í desember fara fram æfingar yngri landsliða í körfubolta og hafa þjálfarar landsliða U15, U16 og U18 drengja og stúlkna valið um 30 manna æfingahópa sína og boðað leikmenn til æfinga.

Um er að ræða fyrstu æfingahópa liðanna fyrir næsta sumar 2022 en þá er stefnt að þátttöku í mótum fyrir öll lið auk U20 liða karla og kvenna sem valin verða í vor.

Þorlákshöfn á að sjálfsögðu marga fulltrúa í þessum hópum en 7 fulltrúar frá Þorlákshöfn hafa verið valdir í æfinga hópa en það eru Gígja Rut Gautadóttir, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir og Emma Hrönn Hákonardóttir í u18 kvenna. Þóra Auðunsdóttir í u16 kvenna. Jóhanna Ýr Ágústsdóttir í u15 kvenna og Tómas Valur Þrastarson og Jónas Bjarki Reynisson í u18 karla.