Þór fær Njarðvík í heimsókn í fyrsta leik nýs árs

Þórsarar fá Njarðvíkinga í heimsókn í kvöld í fyrsta leik liðsins á nýju ári.

Bæði lið töpuðu síðasta leik sínum í deildinni og má því fastlega gera ráð fyrir að bæði lið munu selja sig dýrt í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 20:15 og fer miðasala fram í gegnum appið Stubbur en selt verður í tvö 50 manna hólf.