Sterkur sigur á Stjörnumönnum

Íslandsmeistarar Þórs unnu öruggan sigur á Stjörnunni í úrvalsdeild karla í körfubolta í Þorlákshöfn í gærkvöldi en frábær vörn í seinni hálfleik skóp sigurinn.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Þórsar­ar lögðu grunn­inn að sigr­in­um með góðum þriðja leik­hluta, sem liðið vann með tíu stig­um. Stjarn­an náði ekki að saxa á forskotið og öruggur 88-75 sigur Þórsara í höfn.

Luciano Massar­elli kom af bekknum og átti frábæran leik og skoraði 30 stig. Ronaldas Rut­kauskas var flottur í seinni hálfleik og skoraði 15 stig­ og tók 11 frá­köst.

Með sigr­in­um fóru Þórsarar upp að Njarðvík í öðru sæti en bæði lið eru með 18 stig, tveim­ur minna en topplið Kefla­vík­ur en Þór og Njarðvík eiga leik til góða á Keflavík.

Tölfræði Þórs: Luciano Massarelli 30/5 stoðsendingar, Ronaldas Rutkauskas 15/11 fráköst/6 stoðsendingar, Daniel Mortensen 14/12 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 11, Glynn Watson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 7.

Næsti leikur Þórsarar er á mánudagskvöld á Ísafirði þegar Vestri verður sóttur heim.