Kyle Johnson til liðs við Þórsara

Íslandsmeistarar Þórs hafa samið við breska leikmanninn Kyle Johnson til að leika með liðinu fyrir lokaátökin í úrvalsdeild karla í körfubolta.

Kyle Johnson þekkir íslensku deildina nokkuð vel en hann varð bikar- og deildarmeistari með Stjörnunni tímabilið 2019-2020 og spilaði síðari helming síðasta tímabils með Njarðvík.

Þá hefur Kyle spilað 35 landsleiki fyrir breska landsliðið en honum er ætlað að breikka hóp Þórsara fyrir komandi átök í deildinni.