Áríðandi tilkynning til íbúa

Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við alla lög­reglu­stjóra á land­inu, hef­ur ákveðið að lýsa yfir hættu­stigi al­manna­varna frá miðnætti í kvöld vegna veðurs.

Vegna þessa verður leikskólinn Bergheimar lokaður að minnsta kosti fram að hádegi. Samkvæmt veðurspánni á að lægja með morgninum og standa vonir til að hægt verði að opna leikskólann um kl. 12. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með. Leikskólinn mun senda frá sér upplýsingar upp úr 11 í fyrramálið.

Grunnskólinn verður lokaður allan daginn en vonir standa til þess að frístund geti opnað um eða eftir hádegi. Sendar verða út upplýsingar þar að lútandi eftir því sem málin skýrast.

Sundlaugin verður lokuð til 12:00 og almennt má búast við verulega skertri þjónustu í flestum stofnunum sveitarfélagsins fram að hádegi.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni má búast við lokunum á öllum vegum í kringum Þorlákshöfn sem og annars staðar í sveitarfélaginu snemma nætur og ljóst að miklar raskanir munu verða vegna veðursins sem samkvæmt spám mun verða langverst síðla nætur og fram á morguninn.

Íbúar eru beðnir um að huga vel að lausamunum og að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu. Gert er ráð fyrir að hjálparsveitir muni hafi í nógu að snúast og því er mikilvægt að við reynum eins og nokkur er kostur að lágmarka þörf okkar fyrir aðstoð. Mikilvægt er að fylgjast með tilkynningum í útvarpi en möguleiki er á rafmagnsleysi og því rétt að undirbúa viðbrögð við slíku.

Elliði Vignisson

Bæjarstjóri