Einar kveður Olís eftir áratuga starf


Einar Gíslason í Olís hélt í gær kveðjuhóf með vinum sínum, fjölskyldu og vinnufélögum en hann lætur nú af störfum hjá Olís eftir hátt í 40 ár í þjónustu.

Verslun Olís hætti í Þorlákshöfn 1. febrúar síðasliðinn eftir skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu en þjónusta við viðskiptavini verður sinnt frá Selfossi og Reykjavík.

Hafnarfréttir þakka Einari fyrir þjónustuna sem hann hefur veitt sveitarfélaginu öll þessi ár.