Ölfus – atvinnulíf til framtíðar

Okkur eru allar leiðir færar en við þurfum að velja réttar leiðir.

Í dag þurfum við að staldra við og hugsa, hvert viljum við að sveitarfélagið okkar stefni í uppbyggingu og atvinnumálum?

Okkur á Íbúalistanum dreymir um lifandi bæ og sveit með fjölbreyttum atvinnutækifærum. Okkur dreymir um að sveitarfélagið verði staður sem fólk vill skoða og heimsækja og að fólk sækist í að búa hérna lífsgæðanna vegna.

Við vitum að tækifærin eru til staðar og við viljum skoða þau í þaula. Við viljum vanda til verka og sjá til þess að ekkert sé gert sem gæti mögulega valdið skaða til lengri tíma.

Opinn fundur um atvinnumál á sunnudaginn

Við ætlum að halda opinn fund á sunnudaginn, 3. apríl, fyrir íbúa Ölfuss og ræða þessi mál og vonum að sem flestir komi og taki þátt í samtalinu. Það skiptir svo miklu að opna á samtal og að ákvarðanir um framtíð sveitarfélagsins séu gerðar í sátt við íbúa og umhverfi.

Á fundinum á sunnudaginn ætlum við að horfa til framtíðar og fá til okkar góða gesti. Það eru þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem ætlar að ræða um atvinnulíf og við spyrjum Þorgerði m.a. hvað aðild að Evrópusambandinu myndi gera fyrir atvinnulíf í Sveitarfélaginu Ölfusi.

Andrea Eyland og Þorleifur Kamban segja frá Kambey hlýjuhofi og andrými fyrir foreldra sem er í uppbyggingu á Kambastöðum í Ölfusi. Síðast en ekki síst er það Rúnar Þórarinsson frá Landeldi sem kynnir fyrirætlanir varðandi stórfelldar uppbyggingu á landeldi í sátt við umhverfið.

Eftir erindin verða opnar umræður, heitt á könnunni og vöfflur í boði.

Fundurinn er haldinn í Félagsheimili hestamanna í Þorlákshöfn og hefst eins og áður sagði kl. 15.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Sigfús Benóný Harðarson 4. sæti
Arna Þórdís Árnadóttir 7. sæti