Úrslitakeppnin farin af stað: Þórsarar fá Grindavík í heimsókn

Íslandsmeistarar Þórs hefja keppni í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld þegar Grindavík kemur í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn.

Þórsarar hafa heimaleikjarétt í seríunni gegn Grindavík en vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í undanúrslit.

Leikurinn hefst klukkan 20:15 og fer miðasalan fram í appinu Stubbur og við inngang.