Staðan orðin 1-1 eftir naumt tap í Grindavík

Staðan er orðin jöfn í baráttu Þórs og Grindavíkur í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta þegar Grindavík vann sigur á Þór í Grindavík í gærkvöldi. Lokatölur urðu 86-85. Leikar standa því 1-1 en það lið sem vinnur þrjá leiki fer í undanúrslit.

Kyle Johnson var stigahæstur Þórsara með 25 stig, Luciano Massarelli skoraði 22 og Glynn Watson 19 en hann tók einnig 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Daniel Mortensen skoraði 10 stig og tók 10 fráköst og Ronaldas Rutkauskas skoraði 6 stig og tók 10 fráköst. Emil Karel Einarsson bætti við 3 stigum.

Næsti leikur Þórs og Grindavíkur verður í Þorlákshöfn á þriðjudagskvöld klukkan 20:15.