Hamingjan við hafið verður haldin af fullum krafti 2.-6. ágúst 2022

Dagskráin er í vinnslu en Albatross, Fjallabræður og Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt gestum verða á sínum stað líkt og fyrirhugað var á afmælisárinu 2021.

Félagasamtök og aðrir áhugasamir aðilar sem vilja koma að hátíðinni með einum eða öðrum hætti eru hvattir til að hafa samband í gegnum facebook síðuna Hamingjan við hafið eða með tölvupósti til asaberglind@gmail.com.

Takið dagana frá, það verður hvergi skemmtilegra að vera en í Þorlákshöfn þegar Hamingjan við hafið fer fram 2.-6. ágúst!

Viðburður á facebook