Þórsarar með sigur og leiða einvígið 2:1

Þórsarar unnu sannfærandi 102-79 sigur gegn Grindavík fyrr í kvöld og komust um leið í 2:1 í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta.

Kyle John­son var stiga­hæst­ur hjá Þór með 29 stig og Glyn Wat­son skoraði 22.

Næsti leikur fer fram á föstudaginn í Grindavík og hvetjum við alla til að fjölmenna á leikinn og styðja okkar menn til sigurs.