Þórsarar með frábæran sigur

Þórsarar sigruðu Grindavík rétt í þessu, 86-90 og eru þar með komnir í undanúrslit þar sem liðið mun mæta Val.

Glynn Watson var stigahæstur Þórsara með 24 stig ásamt því að vera með 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Luciano Nicolas Massarelli skoraði 17 stig og var með 7 stoðsendingar, Kyle Johnson var með 15 stig og 8 fráköst, Ronaldas Rutkauskas 14 stig og 7 fráköst, Daniel Mortensen var með 13 stig og 6 fráköst. Emil Karel og Ragnar Örn voru með 3 stig og Tómas Valur 1.