Daníel Ágúst til Þórsara

Þór Þorlákshöfn hefur samið við leikstjórnandann Daníel Ágúst Halldórssson til tveggja ára. Daníel, sem er á 18. aldursári kemur úr herbúðum Fjölnis og vakti töluverða athygli fyrir gæða leik í fyrstu deildinni í ár þar sem hann var meðal annars valinn besti ungi leikmaðurinn og var í úrvalsliði ársins.

Daníel mun án efa styrkja lið Þórsara í komandi baráttu í úrvalsdeildinni í vetur en í vikunni gekk Ragnar Örn Bragason til liðs við uppeldisfélag sitt ÍR og þá er Daninn Daniel Mortensen kominn til Hauka.