Alonzo Walker til liðs við Þórsara

Þór Þorlákshöfn hefur samið við kanadíska framherjann Alonzo Walker um að spila með liðinu á næstu leiktíð.

Alonzo, sem er 26 ára, lék á síðustu leiktíð fyr­ir Pri­vevidza í Slóvakíu þar sem hann var með þrett­án stig, ell­efu frá­köst og tvær stoðsend­ing­ar að meðaltali í leik.

Hann kemur úr Portland State háskólanum og hefur síðan spilað sem atvinnumaður í Georgíu og síðast í Slóvakíu.