Öruggur heimasigur Ægismanna

Ægismenn unnu góðan 2-0 sigur á Hetti/Huginn í 2. deildinni í fótbolta á Þorlákshafnarvelli í gærkvöldi.

Hetja síðasta leiks gegn Fylki í bikarnum, Ágúst Karel Magnússon, skoraði fyrsta mark leiksins á 20. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Seinna mark Ægis kom um miðbik síðari hálfleiks og var það Milos Djordjevic sem kom boltanum í mark gestanna að austan.

Eftir leikinn sitja Ægismenn í 3. sæti deildarinnar með 22 stig, jafnmörg stig og Þróttur sem er í 2. sæti. Njarðvík er enn á toppi deildarinnar með 25 stig.