Styrmir Snær í 12 manna hópnum sem mætir Hollandi

Þorlákshafnarbúinn Styrmir Snær Þrastarson var valinn í 12 manna leikmannahóp Íslands sem mætir Hollandi í undankeppni HM í Ólafssal í kvöld.

Styrmir verður ekki eini fulltrúi Þorlákshafnar í kvöld en Baldur Þór Ragnarsson er aðstoðarþjálfari liðsins.

Uppselt er á leikinn en hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2 klukkan 20:00.