Vel heppnað minningarmót um Gunnar Jón – Úrslit og myndir

Hið árlega golfmót til minningar um Gunnar Jón Guðmundsson var haldið á Þorláksvelli 14. ágúst síðastliðinn.

Minningarmótið er haldið árlega og rennur allur ágóði af mótinu í Minningarsjóð Gunnars Jóns, sem hefur það að markmiði að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í Sveitarfélaginu Ölfus ásamt öðru forvarnarstarfi í leik- og grunnskólum á svæðinu.

Mjög góð þátttaka var í mótinu og komust færri að en vildu. Alls tóku 76 kylfingar þátt og skemmtu sér vel á flottum golfvellinum við frábær veðurskilyrði. Í mótslok var grillað og veitt verðlaun ásamt því að dregnir voru út fjöldinn allur af vinningum úr skorkortum. 

Sigurvegarar mótsins, Jón Þorkell Jónasson og Stefán Ragnar Guðjónsson.

Sigurvegarar mótsins voru félagarnir Jón Þorkell Jónasson og Stefán Ragnar Guðjónsson, en þeir spiluðu völlinn á 62 högg nettó. Jafnir í 2.sæti voru félagarnir Emil Þór Ásgeirsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson en þeir höfnuðu í 2. Sæti á 62 högg nettó en með lakara skor á síðustu 9 holum vallarins. Í þriðja sæti voru Haukur Lárusson og Ingimar Guðjónsson en þeir spiluðu völlinn á 63 högg nettó. Óskum við vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Hansína Hrönn Jóhannesdóttir gerðir sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 12.braut vallarins og óskum við henni til hamingju með það. 

Hér að neðan má sjá helstu úrslit mótsins:

  1. Jón / Stefán (Jón Þorkell Jónasson og Stefán Ragnar Guðjónsson) – 62 högg nettó
  2. Guðfinnsson/Ásgeirsson (Emil Þór Ásgeirsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson) – 62 högg nettó
  3. Haukur / Ingimar (Haukur Lárusson og Ingimar Guðjónsson) – 63 högg nettó 
  • Næst holu á 2. braut – Breki Kjartansson 1,59 m
  • Næst holu á 5. braut – Ögmundur Kristjánsson 2,22 m
  • Næst holu á 10. braut – Jón Arnar Jónsson 4,42 m
  • Næst holu á 12. braut – Hansína Hrönn Jóhannesdóttir 0,00 m
  • Næst holu á 15. braut – Egill Magnússon 4,01 m

Öll úrslit mótsins:

sætiheiti liðsnettó höggsætiheiti liðsnettó högg
1.Jón / Stefán62 (betra skor á S9)20.Ragnarsson/Ólafsson71
2.Guðfinnsson/Ásgeirsson6221.Skeiðamenn71
3.Haukur / Ingmar6322.105RVK72
4.Palli & Ömmi6523.Garibaldarnir72
5.Feðgar (S)6524.Konráðsson/Jónsson72
6.GM-Varamenn6625.Skúladóttir/Bogason72
7.Magnússon/Magnússon6726.73
8.Stefánsdóttir/Walderhaug6727.Ívar / Eyþór74
9.Feðgar (K)6728.Golftuskur75
10.Gunnarsson/Sigurðsson6729.Svavar / Sölvi75
11.Fjórða Sætið6830.Fjalldrapi76
12.Gústafsson/Gústafsson6831.B576
13.U746832.Rupia76
14.Andersen/Sveinsson6833.Árni / Halldór77
15.Poolarar6934.Krúttbomburnar77
16.Skúlason/Skúlason6935.77
17.Ásbergsson / Friðriksson6936.Gústaf / Ingólfur77
18.Guðm./Hlynur7037.101078
19.Sjölin7038.Gunnþórunn/Kristinn81

Minningarsjóður Gunnars Jóns Guðmundssonar vill koma á framfæri sérstökum þökkum til allra styrktaraðila mótsins sem og allra þátttakenda fyrir stuðninginn við mótið. 

f.h. Minningarsjóðs Gunnars Jóns
Guðmundur Baldursson
Magnús Joachim Guðmundsson