Styrmir með flotta innkomu gegn Úkraínu

Karlalandslið Íslands vann sterkan sigur á Úkraínu á laugardaginn í undankeppni HM í körfubolta sem fram fer á næsta ári. Ísland vann eftir framlengdan æsispennandi leik, 91-88.

Þorlákshafnarbúinn Styrmir Snær Þrastarson átti flotta innkomu í leiknum. Á tæpum 9 mínútum skoraði Styrmir 5 stig, þar af eina þriggja stiga körfu. Þá tók hann 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar.

Með sigrinum færist Ísland upp í þriðja sæti riðilsins, en efstu þrjú liðin munu komast á lokamót HM á næsta ári.