Þór, Valur, Njarðvík og Breiðablik mætast í Icelandic Glacial mótinu

Hið árlega Icelandic Glacial mót í körfubolta hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Ásamt heimamönnum í Þór þá taka þátt í mótinu Valur, Njarðvík og Breiðablik.

Þór mætir Njarðvík í fyrsta leik mótsins klukkan 18 á fimmtudaginn og klukkan 20:00 mætast Breiðablik og Valur

Leikdagar eru 15., 18., og 20. september og má sjá dagskrána hér að neðan.

Aðgangseyrir hvern leik er 1.000 kr. en Þórsarar munu einnig sýna beint frá leikjunum á netinu.