Hreyfing eldri borgara og öryrkja í Ölfusi

Sveitarfélagið Ölfus býður eldri borgurum og öryrkjum sveitarfélagsins upp á líkamsþjálfun þar sem markmiðið er að virkja og hvetja eldra fólk og öryrkja til að byggja upp og bæta heilsu sína, líkamlega sem og andlega.

Verkefnið hefst 19. september og stendur í 13. vikur. Það er fyrir alla íbúa sveitarfélagsins 60 ára og eldri, sem og alla öryrkja og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Færni Sjúkraþjálfun sér um verkefnið fyrir hönd sveitarfélagsins og hvetur alla til að mæta. Frekari upplýsingar veitir Hjörtur Ragnarsson sjúkraþjálfari á hjortur@faerni.is.

Æfingatímarnir eru eftirfarandi:

  • Mánudagar kl. 10 (9unni)
  • Þriðjudagar kl. 10 (íþróttahús)
  • Fimmtudagar kl. 10 (íþróttahús)